Símtöl til útlanda, enn eitt ofur-okrið uppgötvað!

Ég hringi þó nokkuð til útlanda, og þá sérstaklega til Svíþjóðar þar sem ég á ættingja í námi.

Ég uppgötvaði nýlega fyrirtæki sem býður upp á ódýr símtöl til útlanda, og eftir að hafa borið saman þann kostnað sem ég hef greitt mínu blessaða blóðmjólkandi og markaðsráðandi..., og hinsvegar þann kostnað sem ég HEFÐI GETAÐ greitt, þá gersamlega blöskrar mér okrið hjá einokunarrisanum!

Einokunarrisinn býður upp á svokallaða 1100 þjónustu, og fá þeir sem nota hana einhvern afslátt af utanlandssímtölum. Verðið á mínútuna til Svíþjóðar er þannig 14.90 kr. pr/mín. og vegna samanburðarins sem á eftir kemur þá vil ég nefna að fyrir 2.000 kr. getur þú talað í 134 mínútur! Ansi gott ekki satt?... NEI!

Pólskur kunningi minn benti mér á svokallað HeimsFrelsi , en það eru símakort sem innihalda ákveðið aðgangsnúmer sem gerir þér kleift að hringja ódýrt til útlanda. Gott og blessað!

Við nánari athugun kemur í ljós að með HeimsFrelsi get ég talað í 670 mínútur fyrir 2.000 kallinn! En það gerir 2.99 kr. pr/mín.

Auðvitað er það mér líkt sem er kominn með svo vítt að aftan að finna ekki fyrir því á meðan verið er að taka mig í það þurrt, en mikið helvíti svíður það eftirá.

Fyndnast þykir mér þó að það skyldi þurfa útlending til að benda mér á "besta dílinn", þar sem hann hafði engan áhuga á að láta bjóða sér neitt annað en að borga lægsta verð, eitthvað sem við íslendingar pælum flest því miður of lítið í!

 

Takk í dag, reiðin er að renna af mér, en Rotnum tómat dagsins er fleygt í Símann.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband